Óhöpp og erfið skilyrði á Holtavörðuheiði

Veginum um Holtavörðuheiði var lokað skömmu fyrir klukkan hálf fjögur í dag. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá að þá hefðu nokkrir bílar verið búnir að fara út af veginum. Mikil hálka er á heiðinni og nokkuð hvasst og hefur það gert ökumönnum erfitt fyrir. „Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra fór vörubíll og hestaflutningabílar út af veginum í hálkunni. Starfsmenn Vegagerðarinnar fóru á vettvang til að hjálpa þeim bílstjórum sem eru í vanda,“ segir í frétt RUV.

Líkar þetta

Fleiri fréttir