Árleg þrettándagleði og kjör Íþróttamanns Akraness

Hin árlega þrettándabrenna verður haldin á þyrlupallinum á Jaðarsbökkum í dag, mánudaginn 6. janúar. Blysför hefst við Þorpið við Þjóðbraut 13 kl. 17:00. Álfar, tröll og jólasveinar munu leiða gönguna að brennunni þar sem jólin verða kvödd. Að venju er það Björgunarfélag Akraness sem sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 17.30.

Að því loknu býður Íþróttabandalag Akraness gestum í Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum þar sem tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Akraness 2019.

Líkar þetta

Fleiri fréttir