Appelsínugul viðvörun gildir fyrir allt vestan- og suðvestanvert landið og miðhálendið frá klukkan 8 í fyrramálið og fram undir kvöld.

Spáð stórhríð á morgun laugardag

Veðurstofan varar við mjög slæmu veðri á morgun, laugardaginn 4. janúar, og hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir allt vestanvert landið. Á Faxaflóasvæðinu og við Breiðafjörð er spáð suðaustan stormi eða roki 18-25 m/s með snjókomu, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum frá morgni og framundir kvöld. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall, en einnig á norðanverðu Snæfellsnesi og í Dölum. Fólki eru bent á að sýna varkárni og fylgjast með nánari veðurspám. Búast má við samgöngutruflunum og er fólki bent á að sýna varkárni og fresta ferðalögum fram yfir gildistíma viðvöruninnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir