Frá þrettándagleði í Engendingavík. Ljósm. úr safni Kristín Jónsdóttir.

Kjör íþróttamanns og Þrettándagleði á sunnudaginn

Kjör á íþróttamanni Borgarfjarðar og Þrettándagleði Borgarbyggðar verður sunnudaginn 5. janúar. Dagskrá verður með þeim hætti klukkan 16:00 verður kjöri á íþróttamanni ársins 2019 lýst í Hjálmakletti. Klukkan 17:30 verður svo farin kyndilganga frá Hjálmakletti að Englendingavík þar sem flugeldasýning hefst klukkan 18. Sýningin er í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar og Björgunarsveitarinnar Heiðars. Vakin er athygli á að kyndlum verður dreift í göngunni og ekki er leyfilegt að koma með eigin flugelda á svæðið í Englendingavík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir