Andris Kalvans er fæddur árið 1962.

Nafn mannsins sem leitað er að

Leit að Andris Kalvans, 57 ára Letta sem týndur hefur verið frá því á mánudag í Hnappadal, er haldið áfram í dag og verður fram haldið á morgun ef hún hefur ekki þá borið árangur. Lögregla hefur nú birt nafn og mynd af manninum. Andris er vanur fjallgöngumaður en litlar vísbendingar eru um ferðir hans, aðrar en yfirgefinn bíll hans í vegarkanti milli bæjanna Heggsstaða og Mýrdals í Kolbeinsstaðarhreppi. Lögregla biðlar til þeirra sem kunni að hafa upplýsingar um ferðir hans að hafa samband við lögreglu í síma 444-0300.

Frá leit björgunarsveitafólks síðastliðinn mánudag. Ljósm. Landsbjörg.

Líkar þetta

Fleiri fréttir