Færanleg stjórnstöð leitar. Ljósmyndir: Landsbjörg.

Leit haldið áfram í dag og á morgun ef þarf

Búið er að boða áframhaldandi leit á landi að manni sem talinn er týndur í fjalllendi í Hnappadal á Snæfellsnesi. Allar björgunarsveitir á svæði 4 og 5, þ.e.a.s af Vesturlandi öllu, hafa verið kallaðar út. Að sögn Einars Þórs Strand, formanns svæðisstjórnar björgunarsveitanna, verður áhersla lögð á að leita m.a. í gili og gönguleið að Hrútaborg. Einar segir að stefnt sé að leit í dag og á morgun ef þarf, en slæm veðurspá er fyrir næstu helgi.

Greint er frá því í frétt Morgunblaðsins í dag að maðurinn sem saknað sé er Lithái á sextugsaldri. Hann er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eftirgrennslan og leit hófst þegar bóndi í Hnappadal veitti því eftirtekt að bíll hafði staðið við Heydalsveg í tvo eða þrjá daga. Í framhaldi af því óskaði Lögreglan á Vesturlandi eftir því að leit yrði hafin. Síðdegis á mánudag var byrjað að leita í Hnappadal og leit haldið áfram á gamlársdag. Félagar úr björgunarsveitum á Vesturlandi, Suðurlandi og Norðurlandi vestra tóku þátt í leitinni, alls á þriðja hundrað manns þegar mest var, en auk þess spor- og leitarhundar og þá hefur áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komið að leitinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira