Á forvarnadegi forsetans síðastliðið haust heimsótti Guðni Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Hér eru teknar myndir af honum og einum nemanda skólans. Ljósm. kgk.

Guðni Th. gefur kost á sér áfram

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti það í ávarpi sínu á nýjársdag í Ríkissjónvarpinu að hann gæfi kost á sér til endurkjörs í embætti forseta Íslands. Núverandi kjörtímabili forseta lýkur í sumar. Ef fleiri bjóða sig fram til embættisins verður kosið 27. júní. Ef ekki, verður forsetinn sjálfkjörinn í embættið. Guðni Th Jóhannesson er sjötti forsetinn frá stofnun lýðveldisins 1944. Á undan honum sátu Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson.

Líkar þetta

Fleiri fréttir