Átján sækja um stöðu sveitarstjóra Borgarbyggðar

Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra í Borgarbyggð rann út 28. desember. Að sögn Lilju Bjargar Ágústsdóttur, starfandi sveitarstjóra, bárust 18 umsóknir um starfið. Byggðarráð mun á fundi í fyrramálið ákveða næstu skref í ráðningarferlinu, en það er ráðningarstofan Intellecta sem hefur umsjón með því. „Það er einkar ánægjulegt að okkur hafa nú borist margar mjög flottar umsóknir um starfið. Þessi mikli áhugi endurspeglar að mínu áliti að fólk hefur trú á framtíðinni hér í Borgarbyggð. Það eru ýmsar jákvæðar breytingar sem eru að eiga sér stað. Til að mynda er íbúum í dreifbýli að fjölga öndvert við flest önnur dreifbýlissvæði landsins. Þá má rekja vöxt til ýmissa breytinga sem miðað hafa að því að gera sveitarfélagið þjónustumiðaðra. Hér var framkvæmt fyrir tæpan milljarð á síðasta ári án þess að taka ný lán. Batnandi fjárhagur og íbúaþróun gefur því vísbendingu um að það séu spennandi tímar framundan í sveitarfélaginu og umsækjendafjöldinn endurspeglar það,“ segir Lilja Björg.

Ekki er búið að taka ákvörðun um hvenær listi yfir umsækjendur verður birtur. Lilja segir stefnt að flýta ráðningarferlinu svo þannig að nýr sveitarstjóri geti tekið við eigi síðar en 1. mars næstkomandi. Aðspurð segist Lilja Björg starfandi sveitarstjóri ekki vera í hópi umsækjenda um starfið. „Nei, ég er sjálf ekki að sækja um. Ég var kosin til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2018 og ætla mér að ljúka því verkefni sem mér var falið þá.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Unglingalandsmóti frestað

Framkvæmdarnefnd Unglingalandsmóts UMFÍ í samráði við sóttvarnarlæknir og Almannavarnir hafa ákveðið að fresta mótinu sem fara átti fram á Selfossi... Lesa meira

Ýmiskonar ferðamáti

Nýliðin helgi var líklega einhver stærsta ferðahelgi í langan tíma á Snæfellsnesi enda veðurspáin hagstæð og því mikið af ferðalöngum... Lesa meira