Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Áfram leitað á Snæfellsnesi

Leit að manni sem saknað er í Hnappadal á Snæfellsnesi heldur áfram í dag, en leitinni var hætt á þriðja tímanum í nótt. Auk leitarfólks frá björgunarsveitum Landsbjargar tekur þyrla Landhelgisgæslunnar nú þátt í leitinni. Í dag verður m.a. leitað á landi og í hellum í Gullborgarhrauni. Ákvörðun um frekari leit, ef hún hefur þá ekki borið árangur, verður tekin síðar í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir