Sveitarfélög hætta aðkomu að landsbyggðarstrætó

Vegagerðin mun nú um áramót taka við öllum landsbyggðarleiðum Strætó. Samtök sveitarfélaga á landsbyggðinni vildu ekki halda rekstrinum áfram enda tap verið á öllum leiðum, en verst hefur nýtingin á vögnunum verið á Vesturlandi og Vestfjörðum. Búist er við því að Vegagerðin bjóði leiðirnar út á næsta ári en óvíst er hvort samstarfið við Strætó heldur áfram. Það var Fréttablaðið sem greindi frá.

Fyrirkomulag akstursins hefur undanfarin ár verið þannig að landshlutasamtök sveitarfélaganna sáu um leiðirnar, greiddu verktökum fyrir og Strætó bs. þjónustaði þau. Landshlutasamtökin vildu hvorki halda rekstrinum áfram ein né stofna sérstakt félag með Vegagerðinni. Nú tekur því Vegagerðin við hlutverki allra landshlutasamtakanna. Um er að ræða leiðir frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði, Akureyrar, Egilsstaða, Snæfellsness og Hólmavíkur.  Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óvíst hvort Vegagerðin heldur áfram samstarfinu við Strætó, en Strætó innheimtir um 100 milljónir króna árlega fyrir þjónustuna. Þá er óánægja á landsbyggðinni með skiptimiðakerfið sem sé óhagstætt fyrir fólkið þar og misræmi á verðum milli sömu leiða, til dæmis leiða 15 og 57 sem fara báðar frá Reykjavík upp í Mosfellsbæ.

Sjá nánar frétt Fréttablaðsins í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir