Stofnvísitala þorsks er nú svipuð og 2012

„Stofnvísitala þorsks hefur lækkað töluvert frá árinu 2017 þegar hún mældist sú hæsta frá upphafi haustmælingarinnar og er nú svipuð því sem hún var árið 2012. Stofnvísitölur ýsu og ufsa lækkuðu frá fyrra ári eftir að hafa farið hækkandi frá 2014. Vísitölur gullkarfa, skarkola og löngu eru háar miðað við árin fyrir aldamót. Vísitölur djúpkarfa, grálúðu, blálöngu og gulllax lækkuðu frá fyrra ári og eru nú undir meðaltali tímabilsins. Stofnar hlýra, tindaskötu, sandkola og skrápflúru eru í sögulegu lágmarki.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar þar sem greint er frá helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska að haustlagi, sem fram fór dagana 26. september til 3. nóvember sl. Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1996.

Líkar þetta

Fleiri fréttir