Einar Örn Einarsson formaður Brákar og Arnar Grétarsson formaður Heiðars í afgreiðslu sameiginlegrar flugeldasölu sveitanna. Ljósm. arg.

Brattir í morgunsárið á stærsta flugeldasöludeginum

Þeir voru hressir í morgun félagarnir Einar Örn Einarsson og Arnar Grétarsson þegar þeir stóðu vaktina í sameiginlegri flugeldasölu Björgunarsveitanna Brákar og Heiðars í Brákarey í Borgarnesi. Blaðamaður Skessuhorns hitti þessa hressu formenn að máli í upphafi stærsta einstaka söludags flugelda björgunarsveitanna. Þeir Einar og Arnar segjast ætla að verða með opið til klukkan 22 í kvöld og svo aftur á morgun, gamlársdag, frá klukkan 10-16. „Við erum auðvitað með rótarskotin og ýmsar skemmtilegar nýjungar, ásamt öllum vönduðu bombunum okkar sem standa alltaf fyrir sínu. Allar okkar vörur eru gæðamerktar,“ segja þeir félagar en hvetja jafnframt viðskiptavini til að hafa með sér fjölnotapoka undir varninginn, hafi þeir tök á því. Á nýársdag fara svo félagar úr björgunarsveitunum um og hirða upp flugeldarusl og koma því í förgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir