Björgunarsveitir leita manns í Hnappadal

Stór hópur björgunarsveitafólks er nú á leið vestur í Hnappadal á Snæfellsnesi til leitar að týndum manni. Hans er saknað eftir að hafa ekki skilað sér úr fjallgöngu á Heydal. Björgunarsveitir á Vesturlandi voru snemma í kvöld kallaðar út til leitar en auk þeirra er væntanlegur mannskapur allt frá Blönduósi í norðri, af höfuðborgarsvæðinu og austur í Árnessýslu. Það var Lögreglan á Vesturlandi sem óskaði eftir aðstoð björgunarsveita og er mannskapur vel búinn tækjum auk leitarhunda á leið á svæðið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir