Samsett mynd: akranes.is

Kjöri íþróttamanns Akraness lýst á þrettándanum

Mánudaginn 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer sem fyrr fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu. Rafrænni kosningu um kjörið lýkur í dag. Valið fer fram með þeim hætti að 9 manna nefnd greiðir atkvæði í kjörinu en auk þeirra er eitt atkvæði sem valið er með almennri, rafrænni kosningu á vef Akraneskaupstaðar. Til að nýta atkvæðisrétt sinn þar verður að nota rafræn skilríki (sjá nánar leiðbeiningar við frétt á akranes.is).

Valið stendur milli eftirtalinna 15 íþróttamanna:

Badmintonmaður ársins: Drífa Harðardóttir.

Fimleikamaður ársins: Sóley Brynjarsdóttir

Hestaíþróttamaður ársins: Jakob Svavar Sigurðsson

Karatemaður ársins: Kristrún Bára Guðjónsdóttir

Kylfingur ársins: Valdís Þóra Jónsdóttir

Keilumaður ársins: Jóhann Ársæll Atlason

Klifrari ársins: Sylvía Þórðardóttir

Knattspyrnumaður Kára: Andri Júlíusson

Knattspyrnukona ársins: Fríða Halldórsdóttir

Knattspyrnumaður ársins: Óttar Bjarni Guðmundsson

Kraftlyftingamaður ársins: Alexander Örn Kárason

Körfuknattleiksmaður ársins: Chaz Malik Franklin

Skotmaður ársins: Stefán Gísli Örlygsson

Sundmaður ársins: Brynhildur Traustadóttir

Íþróttamaður Þjóts: Emma Rakel Björnsdóttir

Líkar þetta

Fleiri fréttir