Bárður siglir inn í Ólafsvíkurhöfn. Ljósmyndir: AF.

Fögnuður þegar Bárður SH kom til heimahafnar

Stærsti trefjaplastbátur landsins; Bárður SH, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Ólafsvík á Þorláksmessu. Tók fjöldi manns á móti bátnum og áhöfn hans og þeyttu meðal annars bílflautur þegar siglt var inn til hafnar. Var almenningi boðið að skoða bátinn og þiggja veitingar um borð.

Að sögn Péturs Péturssonar skipstjóra og útgerðarmanns var fyrirhugað að leggja netin nú á milli jóla og nýárs og  svo verður tekið á því eftir áramótin.

Selma Pétursdóttir, Lovísa Sævarsdóttir, Pétur Pétursson og Pétur Pétursson yngri.

Björn Arnaldsson hafnarstjóri, Kristinn Jónasson bæjarstjóri og sonur hans, Kristinn Jökull, bíða þess að fara um borð færandi hendi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir