Flugeldasala björgunarsveitanna að hefjast

Björgunarsveitir á Vesturlandi reiða sig á sölu flugelda fyrir áramót til að fjármagna starfsemi sína. Nú er sala þeirra ýmist farin af stað eða hefst á morgun, mánudag. Hjá Björgunarfélagi Akraness fer salan sem fyrr fram í húsnæði sveitarinnar við Kalmansvelli 2. Þau Björn Guðmundsson og Birna Björnsdóttir stóðu vaktina þegar ljósmyndari Skessuhorns leit þar við eftir hádegi í dag. Aðspurð segir Birna að algengt sé að 70% af rekstrartekjum björgunarsveita komi í gegnum flugeldasölu. Þar á eftir í mikilvægi kemur sala Neyðarkallsins. Því þurfi sveitirnar að treysta á velvilja almennings til að halda úti öflugri starfsemi. Á meðfylgjandi mynd er Haraldur Ingólfsson svæðisstjóri Sjóvá að kaupa flugelda hjá þeim Birnu og Birni fyrir gamlárskvöld.

Líkar þetta

Fleiri fréttir