Björgunarsveitin Ok opnar flugeldasölu

Líkt og fyrri ár mun Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði bjóða upp á flugeldasölu í aðdraganda áramóta. Að sögn Jóhannesar Berg formanns félagsins verður salan á tveimur stöðum; í Þorsteinsbúð í Reykholti og BÚT húsinu á Hvanneyri. Opið verður á báðum stöðum klukkan 13-22 mánudaginn 30. desember og kl. 11-15 á Gamlársdag. „Við hvetjum fólk til að mæta og gera góð kaup hjá okkur,“ segir Jóhannes.

Líkar þetta

Fleiri fréttir