TM lokar umboðsskrifstofu sinni í Borgarnesi

Tryggingafélagið TM birtir í vikunni auglýsingu í sjónvarpsdagskránni Póstinum þar sem tilkynnt er að félagið muni loka tryggingaumboði sínu við Borgarbraut 61 í Borgarnesi um áramótin. Engar nánari skýringar eru gefnar fyrir ástæðu lokunarinnar. Engin fréttatilkynning hefur verið send út um ástæðu lokunarinnar, hvorki til fjölmiðla né birt á heimasíðu TM. Þess er getið í fyrrgreindri auglýsingu að Ómar Örn Ragnarsson, sem rekur Tækniborg í Borgarnesi, muni taka að sér tjóna- og áhættuskoðanir.

Á síðasta ári lokaði tryggingafélagið VÍS umboðsskrifstofum sínum á landsbyggðinni við litla hrifningu fjölmargra viðskiptavina. Eftir áramót er Sjóvá eina tryggingafélagið sem heldur úti umboðsskrifstofu í Borgarnesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir