Káramenn láta gott af sér leiða

Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi afhenti nýverið Kristni Jens Kristinssyni, Kidda Jens, afrakstur styrktarsöfnunar sinnar. Káramenn hafa á innan við ári afhent langt yfir eina milljón króna í styrki handa þeim sem kljást við krabbamein og aðstandendum þeirra sem hafa kvatt vegna þess. „Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóg en verkefnið var unnið í samstarfi við Vini Kidda Jens, en heiðursmanneskjan Hulda Birna Baldursdóttir var forsprakkinn að verkefninu sem við Káramenn tókum að sjálfsögðu þátt í, enda verkefnið fallegt og brýnt,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum. Kiddi Jens var að vonum innilega þakklátur enda söfnunin sú langstærsta hingað til. „Við óskum nýbakaða afanum honum Kidda Jens góðrar framtíðar og góðum bata,“ segir í tilkynningu frá Knattspyrnufélaginu Kára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir