
Eldur út frá mótor í vélarrúmi Runólfs
Í gær kom upp eldur í vélarrúmi Runólfs SH þar sem skipið lá við bryggju í Grundarfirði. Eldurinn kviknaði út frá litlum mótor í vélarrúmi skipsins. Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað á vettvang, en búið var að slökkva með duftslökkvitæki þegar það kom á staðinn.