Kallað eftir fleiri tilnefningum um Vestlending ársins

Skessuhorn stendur nú sem fyrr fyrir vali á Vestlendingi ársins, þeim íbúa landshlutans sem hefur á einhvern hátt skarað fram úr á árinu og verðskuldar sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2019. Skilyrði er að viðkomandi hafi búsetu á Vesturlandi.

Íbúar landshlutans geta sent ábendingar á ritstjórn Skessuhorns um Vestlending ársins á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is helst ekki síðar en nú um helgina. Gott er ef ábendingunum fylgir örstuttur rökstuðningur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Mottumars er hafinn

Átaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, var formlega hrundið af stað síðastliðinn föstudag. Átakið snýst um, eins og landsmenn þekkja, krabbamein í körlum.... Lesa meira