Fengu glasafrjóvgun í brúðkaupsgjöf og eignuðust tvíbura

Grundfirðingurinn Rúnar Geirmundsson og konan hans Eyrún Telma Jónsdóttir voru búin að reyna að eignast barn í fjögur ár án árangus þegar þau ákváðu að fara í glasafrjóvgun. Meðferðin heppnaðist mjög vel og síðastliðið vor komu í heiminn tveir heilbrigðir drengir, þeir Atlas og Eldar. „Við vorum bæði alveg viss um að við vildum verða foreldrar og byrjuðum því kannski heldur snemma að reyna eða þegar við vorum búin að vera saman í um eitt ár,“ segir Rúnar. „Ég hafði lúmskan grun um að ég væri ófrjó því ég er með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni og legslímuflakk. Það er þekkt að konur sem glíma við þetta eigi erfitt með að verða ófrískar og þurfa gjarnan aðstoð,“ útskýrir Eyrún. Eftir að hafa reynt í eitt ár leituðu þau aðstoðar hjá lækni og hófst þá langt og erfitt ferli. Eyrún þurfti að gangast undir allskonar skoðanir sem allar komu vel út og því ekkert sem gat útskýrt af hverju hún varð ekki ófrísk.

Þau ákváðu að gifta sig en í aðdraganda brúðkaupsins var ekki gerður gjafalisti heldur fólk beðið annað hvort að sleppa  gjöfum eða gefa pening til að styrkja væntanlega glasameðferð. Sú heppnaðist vel og tveir drengir komnir í heiminn. Sjá hressilegt viðtal við þau hjón í Jólablaði Skessuhorns.

Líkar þetta

Fleiri fréttir