
Sendu gamaldags jólabréf með kveðju úr héraði
Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en þau voru fyrr á tímum hugsuð sem nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum. Í jólabréfum voru, auk þess að senda kveðju til heimilisfólks, sagðar fréttir úr sveitinni.
Skessuhorn leitaði í aðdraganda jólablaðs til ellefu valinkunnra kvenna víðsvegar á Vesturlandi og voru þær beðnar að senda lesendum jólabréf úr sínu heimahéraði. Kann ritstjórn þeim bestu þakkir fyrir. Efnistök voru gefin frjáls og því kennir nú sem fyrr fjölbreytni í þessum vinalega og góða sið. Ekki missa af Jólablaði Skessuhorns.