Samveran það sem fólk metur mest við jólahátíðina

Í síðustu viku var spurt hér á vef Skessuhorns hvað væri það besta við jólin. Flestir, eða 58% svarenda, sögðu það vera samveruna með fjölskyldu og vinum. Jólastemningin varð í öðru sæti með 15% en 14% svarenda sögðu ekkert gott við jólin. 10% sögðu að maturinn væri það besta og 3% kusu pakkana. Kökurnar og konfektið fengu einungis 1% atkvæða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir