Ólöf María Brynjarsdóttir starfar sem ráðgjafi. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography

Hjálpar fólki að leysa úr vandamálum með eigin lífssögum

Ólöf María Brynjarsdóttir ólst upp í Borgarnesi og bjó þar til 19 ára aldurs. Hún lýsir sér sem konu með breitt áhugasvið og segist þurft að taka sinn tíma til að finna sér farveg í lífinu. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Ólöfu Maríu á kaffihúsi og ræddi við hana um hvernig hún fann sig og hvert hennar hlutverk er í dag. Nú eftir háskólanám heima og erlendis er hún flutt aftur heim í Borgarfjörðinn og opnaði í haust ráðgjafarstofu þar sem hún hjálpar skjólstæðingum sínum að vinna úr áföllum eða öðrum erfiðleikum í gegnum þeirra eigin lífssögur. Þegar hún bjó á Akureyri vann hún sem ráðgjafi hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og einnig starfaði ég sjálfstætt á stofunni Herðubreið ásamt þremur öðrum meðferðaraðilum. Ólöf María er með meistaragráðu í rannsóknartengdu námi í félagsvísindum og vann hún þar með aðferðafræði sem heitir lífssaga. Með þessari aðferðafræði er hægt að skoða aðstæður fólks og hvernig megi hjálpa því að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum með að skoða söguna þeirra og þeirra eigin reynsluheim.

Sjá ítarlegt viðtal við Ólöfu Maríu í Jólablaði Skessuhorns.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir