Bakarafjölskyldan í nýja bakaríinu í Nesbæ árið 1988. Hér heldur Geiri bakari á Sóley Ósk. Við hliðina á feðginunum koma Viðar og Rakel Dögg ásamt Önnubellu.

Hefur í 45 ár bakað ofan í Borgnesinga

Sigurgeir Erlendsson, eða Geiri bakari eins og hann er oftast kallaður, hefur bakað snúða, vínarbrauð og ástarpunga ofan í Borgnesinga síðan hann flutti í bæjarfélagið árið 1975, þá aðeins 19 ára gutti. Geiri kemur frá Siglufirði og eftir útskrift úr gagnfræðiskólanum á Sigló fór hann rakleiðis að læra bakarann í Iðnskólanum á Siglufirði. „Ég vissi snemma að ég vildi verða bakari. Mér fannst alltaf svo góð lykt þegar ég labbaði fram hjá bakaríinu heima. Við guttarnir kíktum oft á bakvið þegar við vorum orðnir svangir eftir að hafa verið að leika okkur tímunum saman, og alltaf fengum við eitthvað gott í gogginn hjá Ingimar Láka bakara,“ svarar Geiri þegar blaðamaður spyr af hverju hann valdi bakaraiðnina.

Rætt er við Geira bakara og Önnubellu Albertsdóttur konu hans í Jólablaði Skessuhorns.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir