Anton Sveinn McKee, sundmaður ársins á Íslandi og einn af fremstu bringusundsmönnum heims, í heimsókn hjá SA.

Góð heimsókn til Sundfélags Akraness

Anton Sveinn McKee, sundmaður ársins á Íslandi og einn af fremstu bringusundsmönnum heims, heimsótti tvo elstu sundhópa Sundfélags Akraness á mánudaginn. Anton Sveinn ræddi við sundmennina um markmiðasetningu og mikilvægi svefns og hugarþjálfunar auk þess sem hann fór yfir tækniatriði eins og stungur, snúninga og hvernig megi synda hraðar í bringusundi. Anton Sveinn endaði heimsóknina á bringusundsæfingu þar sem hann gaf sundmönnunum góð ráð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir