Starfsmenn Rarik hafa unnið hörðum höndum við viðgerðir undanfarna viku. Ljósm. Rarik.

Ríkið geri tafarlausar úrbætur

Í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku, þegar stór hluti norðanvers landsins varð án rafmagns og fjarskipta, þykir stjórn Byggðastofnunar nauðsynlegt að hvetja ríkisstjórn Íslands til að skerpa á þessum málum í ljósi þess að miklir veikleikar komu fram í mikilvægum öryggisinnviðum landsins og að stór hluti íbúa landsbyggðarinnar býr við mikið óöryggi hvað varðar flutning raforku og fjarskipti. „Það er með öllu óásættanlegt og ógnar búsetuskilyrðum víða um land.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ályktun fundar stjórnar Byggðastofnunar frá 17. desember. „Stjórn Byggðastofnunar hvetur ríkisstjórn Íslands, Alþingi, Landsnet og veitufyrirtæki til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja afhendingaröryggi raforku um land allt og gera áætlun um úrbætur og viðbrögð til að skapa öryggi um þessa mikilvægu grunnþætti byggðar og búsetu.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir