Horft inn í sal verslunarinnar.

Pólsk verslun opnuð á Akranesi

Matvöruverslunin Fresh Market var opnuð við Stillholt 16 á Akranesi núna í morgun. Fresh Market er pólsk búð og þar er að finna úrval af matvöru frá Póllandi, allt frá pólskum pylsum og niðursuðuvörum til gosdrykkja og sælgætis, auk hreinlætisvara og dagvara ýmiss konar.

Upphaflega stóð til að opna verslunina viku fyrr en ein vörusending skilaði sér ekki til landsins í tíma. Sú sending innihélt meðal annars pylsurnar og að sögn starfsmanns Fresh Market sem Skessuhorn ræddi við þótti aðstandendum verslunarinnar ótækt að opna pólska búð án þess að bjóða pylsur til sölu. Var því ákveðið að fresta opnuninni.

Fresh Market verður opin alla daga vikunnar. Opnunartíminn er milli 10:00 og 21:00 á virkum dögum en frá 10:00 til 20:00 um helgar. Þeim sem vilja fylgjast með versluninni á netinu er bent á Facebook-síðu hennar; Fresh Market.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir