Verðlaun fyrir besta piparkökuhúsið á síðasta ári voru afhent í Pakkhúsinu. Ljósm. úr safni.

Óska eftir tilnefningum í Snæfellsbæ

Óskað er eftir tillögum íbúa um fallega skreytt jólahús í Snæfellsbæ og flottasta piparkökuhúsið, að því er fram kemur í frétt á vef Snæfellsbæjar. Piparkökuhúsin eru númerið og til sýnis í Kassanum í Ólafsvík. Hægt verður að senda inn tillögur til miðnættis annað kvöld, fimmtudaginn 19. desember. Að því loknu mun menningarnefnd Snæfellsbæjar fara yfir tilnefningarnar og kynnir sigurvegara úr báðum flokkum við hátíðlega athöfn á Átthagastofu Snæfellsbæjar á sunnudaginn næsta kl. 16:30. „Farið verður með aðsendar upplýsingar sem trúnaðarmál og ekki verður hægt að persónugreina innsendar tillögur. Athugið að það er ekki hægt að kjósa oftar en einu sinni í hverju tæki,“ segir í fréttinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir