
Jólablað Skessuhorns er komið út
Hið árlega Jólablað Skessuhorns kom út í morgun. Blaðið er að þessu sinni 96 síður og stappfullt af efni. Meðal efnis má nefna viðtöl við fjölmarga áhugaverða einstaklinga, fréttaannál ársins, mynda- og jólakrossgátu, kveðjur úr héraði, dagskrá í kirkjum, sagnaritari samtímans tekinn tali, fréttir og fjölmargt fleira. Í blaðinu ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tvímælalaust ódýrasta jólabókin í ár!