Búist við jákvæðum rekstri

Fjárhagsáætlun Eyja- og Miklaholtshrepps gerir ráð fyrir rúmlega 7,1 milljónar afgangi frá rekstri samstæðu A og B hluta árið 2020. Tekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar 171,5 milljónir en gjöld 167,8 milljónir. Áætlað er að fjármatekjur nemi 3,4 milljónum á næsta ári og niðurstaðan verði því jákvæð um 7,1 milljón, sem fyrr segir.

Veltufé frá rekstri er áætlað að verði tæpar 10,3 milljónir í árslok 2020 og handbært fé verði tæpar 96,8 milljónir í árslok. Eigið fé sveitarfélagsins er áætlað að verði tæpar 237,2 milljónir í árslok.

Líkar þetta

Fleiri fréttir