Ljósleiðarinn seldur

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 12. desember síðastliðinn að ganga að tilboði Mílu í ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins. Tvö tilboð bárust þegar auglýst var eftir þeim, eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni. Annars vegar tilboð Mílu sem hljóðar upp á 83,7 milljónir króna og hins vegar tilboð frá Gagnaveitu Reykjavíkur upp á rúmar 49,2 milljónir.

Nokkur umræða hefur verið um málið í Hvalfjarðarsveit undanfarið, eins og áður hefur verið greint frá. Salan á ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins til Mílu var samþykkt með fimm atkvæðum en fulltrúar Íbúalistans voru á móti. Sveitarstjóra var falið að ganga frá samningi við fyrirækið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira