Starfsfólk Rarik stóð í ströngu í kjölfar óveðursins

Vinnuflokkar á vegum Rarik hafa síðan um miðja síðustu viku unnið hörðum höndum að viðgerðum á raflínum á Norðurlandi, allt frá því óveðrið gekk yfir á þriðjudag og miðvikudag. Víðtækt rafmagnsleysi var eins og komið hefur fram í fréttum um allt norðanvert landið, en nú um helgina var búið að tengja flesta bæi við rafmagn að nýju, ýmist með viðgerðum eða tengingu vararafstöðva. Meðfylgjandi myndir tók Arnar Valdimarsson af störfum Rarik-fólks á síðustu dögum. Vinnuflokkar voru þá að störfum á nokkrum stöðum norðan heiða, en starfinu var stýrt úr aðgerðastöð á Akureyri. Myndirnar af vettvangi eru flestar teknar á austanverðum Skaga norðan við Sauðárkrók.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira