Sjö bítast um brauðin

Sjö umsækjendur voru um tvö störf presta sem auglýst voru nýverið laus til umsóknar í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Biskup Íslands auglýsti annars vegar eftir almennum presti og hins vegar eftir presti með áherslu á æskulýðs- og barnastarf og voru umsækjendur beðnir um að tilreina hvoru starfið þeir sæktust eftir eða hvort bæði kæmu til greina. Umsóknarfrestur rann út 12. desember og gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2020.

Þessir sóttu um:

Sr. Haraldur Örn Gunnarsson – sækir um hið almenna prestsstarf.

Sr. Jónína Ólafsdóttir – sækir um hið almenna prestsstarf.

Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir – sækir um hið almenna prestsstarf.

Sr. Gunnar Jóhannesson – sækir um bæði störfin.

Sr. Ursula Árnadóttir – sækir um bæði störfin.

Ægir Örn Sveinsson, mag. theol. – sækir um bæði störfin.

Þóra Björg Sigurðardóttir, mag. theol. – sækir um bæði störfin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir