Aðventuhátíð í Stafholtsprestakalli

Í dag kl. 16:00 verður aðventuhátíð í Stafholtskirkju í Borgarfirði sniðin að þátttöku barna, unglinga og fullorðinna. Hátíðin er í umsjá fermingarbarna og unglinga úr Varmalandsskóla. Börn úr elstu bekkjum leikskóla og yngri börn grunnskóla fá hlutverk að ganga með gjafaband kirkjunnar inn að altari undir klukknahljóm hristuhljóðfæra og afhenda gjafir af bandinu síðar. Stúlknakór ásamt kirkjukórnum syngja undir stjórn organista og tónlistarkennara barnanna, Dóru Ernu Ásbjörnsdóttir. Ræðumaður er Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra. Kaffiveitingar í boði sóknarnefndar inni í prestsetri eftir athöfn og allir eru hjartanlega velkomnir.

Þá verður einnig aðventuhátíð í Hriflu á Bifröst kl. 20:00 í kvöld í samstarfi við karlakórinn Söngbræður. Söngbræður munu þar syngja nokkur vel valin lög og Guðni Ágústsson verður ræðumaður kvöldsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir