Liðsmenn Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar við æfingar. Ljósm. úr safni.

Tíu sækjast eftir slökkviliðsstjórastöðu

Ellefu umsóknir bárust um starf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Starfið var auglýst um miðjan nóvember og umsóknarfrestur rann út síðastliðinn þriðjudag. Einn þeirra ellefu sem sóttu um dró umsókn sína til baka. Alls eru því tíu sem sækjast eftir því að gegna starfinu, níu karlar og ein kona.

Þeir sem sóttu um eru;

Einar Bergmann Sveinsson, deildarstjóri á forvarnarsviði
Guðni Kristinn Einarsson, eigandi/framkvæmdastjóri
Gunnar Björgvinsson sérfræðingur
Helga K Haug Jónsdóttir framkvæmdastjóri
Jens Heiðar Ragnarsson, verkefnastjóri sterkstraums
Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður/vaktstjóri
Leiknir Sigurbjörnsson trésmiður
Sigurður Þór Elísson, varðstjóri/þjálfunarstjóri
Þórður Bogason sjúkraflutningamaður
Þorlákur Snær Helgason, varaslökkviliðsstjóri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Héldu tombólu fyrir RKÍ

Þær Esther Nanna Lýðsdóttir og Þóra Birna Jónsdóttir héldu nýverið tombólu til stuðnings Rauða krossinum. „Þessar duglegu stelpur söfnuðu 9.058... Lesa meira

Reykhóladagar að baki

Hinir árlegu Reykhóladagar voru haldnir hátíðlegir dagana 24.-26. júlí síðastliðna. Dagskráin í ár var nokkuð lágstemmdari en verið hefur undanfarin... Lesa meira