Jákvæður rekstur í kortum Dalabyggðar

Fjárhagsáætlun Dalabyggðar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær, sem og þriggja ára áætlun fyrir árin 2021 til 2023.

Í áætlun næsta árs er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu A og B hluta upp á 21,6 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A hluta verðijákvæð um 37,7 milljónir. „Heildareignir eru áætlaðar rúmur 1,4 milljarðar kr. í árslok 2020, skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 659 milljónir kr. og eigið fé um 804 milljónir kr.,“ segir í frétt um málið á vef Dalabyggðar.

Áætlað veltufé frá rekstri A-hluta er 60 milljónir króna, eða 7,21% og samantekið fyrir A og B hluta 66,9 milljónir, eða um 6,3% af heildartekjum sveitarfélagsins.

Áætlaðar er að fjárfesta fyrir samtals 112,7 milljónir króna vegna framkvæmda við grunn- og leikskóla, viðhalds fasteigna á Laugum, Vínlandssetur, fráveitu og lagningu ljósleiðara auk minni verkefna vegna viðhalds eigna og undirbúning stærri framkvæmda.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira