Framlengdur umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa framlengt til næsta mánudags frest til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Um er að ræða styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrki til menningarmála auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Fresturinn rennur út á miðnætti mánudaginn 16. desember. Nánar á www.ssv.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir