Stofnunum fækkað um eina

Stofnunum á sviði skatta og tolla fækkar um eina um áramót, en Alþingi samþykkti í síðustu viku lög sem greiða fyrir sameiningu embætta ríkisskattstjóra og tollstjóra. Sameinuð stofnun mun heita „Skatturinn“ og verða leiðandi upplýsingastofnun á sviði skatta- og tollamála. Stofnunum á sviði skatta og tolla hefur talsvert undanfarinn áratug. Árið 2009 voru þær þrettán talsins, en verða nú um áramótin þrjár. Um 470 manns munu starfa í hinni nýju stofnun, undir forystu núverandi ríkisskattstjóra, Snorra Olsen.

Líkar þetta

Fleiri fréttir