Rafmagn komst á að nýju í Dalabyggð í gærkvöldi

Rafmagn komst á að nýju í Dalabyggð á tíunda tímanum í gærkvöldi, með því að tengd var varaleið um Skógarströnd. Endanleg viðgerð átti að fara fram í nótt en notendur voru beðnir um að fara sparlega með rafmagnið. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Líkar þetta

Fleiri fréttir