Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á miðvikudag að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, jafnan kallaðir stýrivextir, verða því áfram 3%.

Hagvöxtur var 0,2% fyrstu níu mánuði ársins, sem er aðeins meiri vöxtur en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í nóvember. Í meginatriðum hefur efnahagsþróun það sem af er ári hins vegar verið í samræmi við nóvemberspána. Verðbólga mældist 2,7% í nóvember og hefur hjaðanað milli mánaða, sem og undirliggjandi verðbólga. Verðbólguhorfur hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar og verðbólguvæntingar eru við markmið. Lítið hefur því breyst frá síðasta fundi peningastefnunefndar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira