Íbúar á Akranesi og Borgarnesi fari sparlega með heita vatnið

Vegna bilanar sem kom upp í Deildartunguæð á þriðjudag er lág birgðastaða í hitaveitutönkum á Akranesi og Grjóteyri í Borgarnesi. Af þeim sökum þurftu Veitur að lækka þrýstinginn á dreifikerfinu.

Vegna rafmagnstruflana hjá Landsneti var ekki hægt að dæla í tankana af fullum krafti í gær. „Nú er staðan sú að við þurfum að spara enn meira heitt vatn til að geta hladið uppi þjónustu við heimili,“ segir í tilkynningu frá Veitum.

Af þessum sökum hefur sundlaugum í Borgarnesi og á Akranesi verið lokað og íbúar beðnir að fara sparlega með heita vatnið, ekki la´ta renna í heita potta, hafa glugga lokaða og dyr ekki opnar lengur en nauðsyn krefur. „Hversu lengi það ástand varrir veltur á því hversu langan tíma tekur að fylla tankana. Það er kuldatíð í vændum og því mikilvægt að halda húsum heitum,“ segir í tilkynningunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir