Frá Hvalfirði. Ljósm. úr safni.

Búist við afgangi frá rekstri

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar var til síðari umræðu í sveitarstjórn á fundi hennar 26. september síðastliðinn.

Áætlað er að rekstrarafgangur samstæðu A og B hluta verði 123,5 milljónir króna. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok er áætlað að verði 3.147,9 milljónir króna og handbært fé í árslok 979,9 milljónir. Afborganri langtímalána eru áætlaðar 6,5 milljónir á næsta ári, en ekki er ráðgert að taka ný langtímalán á árinu.

Útsvarsprósenta var ákveðin 13,69%, sem er talsvert undir hámarksútsvari sem er 14,52%.

Lóðarleiga í þéttbýli verður 1,0% af fasteignamati. Álagning fasteignaskatts í A flokki verður 0,4% af fasteignamati og lækkar úr 0,44% frá fyrra ári. Í B flokki verður hún 1,32% af fasteignamati og 1,65% í C flokki. Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda verða átta talsins, frá febrúar til og með september og þjónustuskrár hækka miðað við vísitöluhækkanir, þó aldrei meira en 2,5% sbr. lífskjarasamningana svokölluðu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira