Rafmagnslaust í Dölum frá kl. 17:00

Rafmagnsnotendur í Dalabyggð, það er að segja í Búðardal, Laxárdal, Suður-Dölum og Skógarströnd, mega búast við því að straumlaust verði í 30 til 45 mínútur frá kl. 17:00 núna á eftir vegna viðgerðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik.

Þar segir einnig að þegar rafmagn kemur aftur á um Skógarstrandarlínu megi búast við að skammta þurfi rafmagn á svæðinu, þar til rafmagnsafhending frá Hrútatungu kemst í lag.

Rafmagnslaust er í Saurbæ, Skarðsströnd, Felsströnd og hluta Hvammssveitar vegna bilunar í byggðalínu. Vonast er til að rafmagn þar komist á að nýju í fyrramálið, fimmtudaginn 12. desember, að því er fram kemur á vef Dalabyggðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira