Víða ófært eða lokað

Vegna aftakaveðurs sem nú gengur yfir hefur vegum í landshlutanum víða verið lokað, eða þeir ófærir.

Lokað er um Kjalarnes, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Holtavörðuheiði. Þá er þjóðvegur 1 um norðanverðan Borgarfjörð ófær vegna óveðurs. Þröskuldum hefur einnig verið lokað og þá er ófært um bæði Hjallaháls og Klettsháls. Snjóþekja eða hálka er á nánast öllum öðrum vegarköflum í landshlutanum, sem ekki eru ófærir eða lokaðir vegna veðurs, eins og sést ef yfirlitskort Vegagerðarinnar er skoðað.

Stefnir í eitt mesta óveður sem gengið hefur yfir landið síðustu ár. Vart þarf að taka fram að fólki er ráðlagt að vera ekki á ferðinni. „Aftakaveður gengur nú yfir landið. Fylgist vel með viðvörunum og veðurspám,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.

Uppfært kl. 21:10:

Líkar þetta

Fleiri fréttir