Ljósm. úr safni.

Dreifing á Skessuhorni gæti frestast vegna veðurs

Útlit er fyrir aftakaveður á landinu öllu í dag og fram á morgun, eins og kunnugt er og búist er við lokunum á vegum. Landið vestanvert er þar engin undantekning.

Vegna veðurs er má reikna með að ekki verði hægt að sækja Skessuhorn í prentsmiðju Landsprents í kvöld eins og venja er á þriðjudögum. Verður blaðið þess í stað sótt um leið og veðrið gengur niður á morgun, miðvikudag. Því má búast við að dreifing á blaðinu til áskrifenda fresist af þessum sökum.

Skessuhorn biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að skapast.

Líkar þetta

Fleiri fréttir