Félagar sem mættu á jólafund Club71 ásamt gestum fundarins og heiðursgestum. Ljósm. aðsend.

Club 71 afhentu Kristni Jens styrk

Árlegur jólafundur hjá félögum í Club 71 á Akranesi var nýlega haldinn, en Club71 samanstendur af Skagmönnum sem flestir eru fæddir árið 1971. Hópurinn reynir að láta gott af sér leiða með að halda menningarviðburði og safna styrkjum til góðra málefna tengdum Akranesi. Stærsti viðburðurinn sem hópurinn heldur ár hvert er Þorrablót Skagamanna sem haldið er í samvinnu við dömurnar í árgangnum. Ágóði þorrablótsins hefur runnið til íþrótta- og góðgerðamála á hverju ári og hefur upphæðin verið rúmlega þrjár milljónir.

Á jólafundi Club71 að þessu sinni voru tveir heiðursgestir, annars vegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem kom og hélt stórskemmtilega hátíðarræðu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Club71. „Við þetta tækifæri afhenti klúbburinn smávægilegan styrk til hins heiðursgestsins, Kristins Jens Kristinssonar (Kidda), Skagamanns sem hefur undanfarið barist við illvíg þrálát veikindi,“ segir í tilkynningunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir