Bærinn selji fasteignir

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar leggur til að bæjarráð hefji undirbúning á sölu fimm fasteigna í eigu sveitarfélagsins; Faxabraut 10, Merkigerði 7, Merkigerði 12, Suðurgötu 57 og Suðurgötu 108.

Jafnan er Suðurgata 57 kölluð gamla Landsbankahúsið við Akratorg, en þar er ýmis starfsemi í dag. Við Merkigerði 7 stendur Kirkjuhvoll, sem áður var prestsetur á Akranesi en þar er nú rekið gistiheimili. Suðurgata 108 hefur hýst ýmsa starfsemi í gegnum tíðina og Merkigerði 12 er einbýlishús í eigu Akraneskaupstaðar.

Faxabraut 10 hýsti áður efnisgeymslu Sementsverksmiðjunnar, en í seinni tíð þekkja húsið kannski flestir sem gulu skemmuna þar sem gestir Írskra daga hafa margir hverjir sýnt lipra danstakta á Lopapeysunni ár eftir ár, sá er þetta ritar þar á meðal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira