
Skessuhorn til jóla
Útgáfa Skessuhorns verður með hefðbundnu sniði til jóla, miðvikudagana 11. og 18. desember. Árlegt Jólablað er það síðara og að venju efnismeira en flest önnur blöð ársins. Vegna umfangs og stærðar þarf efni og pantanir auglýsinga í jólablað að berast í hús í síðasta lagi föstudaginn 13. desember. Fyrsta blað nýs árs kemur síðan út miðvikudaginn 8. janúar.